14.12.2009 | 01:27
Skuldir heimila og fyrirtækja
Hvers vegna er ekki rætt meira um skuldir heimilanna en raun ber vitni ? þorir fólk ekki að tjá sig um sín vandræði ? er það skömmin við það að geta ekki staðið í skilum með öll lánin sem voru tekin í góðri trú um að geta staðið í skilum ? fólk fór í greiðslumat og treysti því að það væri að gera rétt ,það var að kaupa sér íbúð og kannski bíl eða taka lán fyrir fyrirtækið og allt var í blóma, nóg atvinna framundan verið að byggja risa virkjanir inn í framtíðina og allir voða hamingjusamir.
En svo kom skellurinn ,bankarnir höfðu verið einkavæddir og alt í einu fóru peningar að spretta á trjánum allir gátu fengið lánaða peninga að vísu á okurvöxtum eins og alltaf hefur verið á 'islandi og eingin kipti sér upp við það enda orðið vant því enda viðvarandi verðbólga frá stofnun líðveldissins sem reddaði málunum þangað til verðtryggingin kom til sögunar,þá þurfti fólk að fara að borga til baka og meira til en gat frestað greiðslum með því að bæta alltaf þegar það greiddi af láninu verðbótunum ofan á höfuð stólinn sem gerði hlutina þolanlega til að byrja með en svo smátt og smátt varð lánið hærra og hærra þangað til að það var orðið óviðráðanlegt .Þá var yfir leitt gripið til þess ráðs að lengja í láninu og létta greiðslubyrðina ,en alltaf fór í sama farið lánið hækkaði fasteignin lækkaði ,við enduðum alltaf mínus.
En svo kom jólasveininn og með fullt af peningum lánaði fólki hægri vinstri í erlendri mynt og engar verðbætur bara smá áhætta en aldrei í líkingu við helvítis verðbæturnar ,kannski 10%upp eða niður í mesta lagi sögðu bankamennirnir (jólasveinarnir) og stór hluti fólks tók lán í erlendri minnt eð það hélt það að minsta kosti ,en í raun og veru var bankinn að lána í íslenskum krónum tryggðum með svokallaðri myntkörfu með mjög lágum vöxtum ! til 2% + þóknun sem bankinn tók 3til 3.5%
Og við alla þessa innspýting á erlendu fjármagni snar hækkaði fasteignaverð og allir gátu keypt sér íbúð jafnvel með 100% láni og eins tók fólk verðtryggð lán í Íslenskum krónum sem betur fer fyrir það fólk þó slæmt sé
En hvaðan í óskuponum komu allir þessir peningar bankarnir þöndust út eins og kartöflur í kartöflugarði og banka menn hringdu í fólk til að bjóða því ódýr lán .
kannski voru bankarnir orðnir að stórum þvottavélum og teknir til við að þvo RÚSSAGULL og fleira ílla fengið fé sem virtist alveg óstöðvandi á tímabili.
En svo fór að hrikta í stoðunum bankamenn fóru að búa til peninga úr engu , plata fólk í BRETLANDI , Hollandi og þýskalandi og opnuðu innlánsreikninga með ríkisábyrgð
Núna eftir öll ósköpin þá er maður að átta sig á því smátt og smátt að þetta var allt tóm blekking og tilbúningur frá A til ö það var aldrei nein innistæða og þegar þetta allt byrjaði var gengið vitlaust skráð það vissu bankabófarnir fullvel enda gátu þeir óáreittir stjórnað genginu eins og þeim sýndist .
Og seinnipart ársins 2008 fór gengið að falla í frjálsu falli og maður tók eftir því að gengið féll alltaf regluleg þegar bankarnir syndu afkomutölur sínar og í restina hafði gengið fallið svo mikið að allar erlendar skuldir höfðu hækkað um 120%og allir komust í vandræði og gátu ekki lengur borgað af skuldum sínum,og í mínum huga er þetta stærsti glæpur sem framin hefur verið gegn fólki í liðræðisríki í heiminum .
Og það að ætlast til þess að fólk borgi þessi óskop þeigandi og hljóðalaust er annar glæpur gegn venjulegu fólki ,ekki síst þegar verið er að afskrifa miljarða af skuldum fjármagnseigenda og fjárglæpamanna sem hafa jafnframt stolið því fé sem einhverra hluta vegna virðist hafa gufað upp og eingin þorir nú að nálgast erlendis þar sem mestu glæpamennirnir lifa nú í vellystingum í risastórum villum á dýrasta stað í London
Og ef stjórnmálamenn fara ekki að taka blöðkurnar frá augunum og sjá hvað er í gangi þá bara rekum við þá eins og síðustu stjórnvöld og þá verðum við að finna menn sem geta tekið á þessum mámalum með okkur,og þá skiptir ekki máli hvar í flokki þeir eru ,það hlýtur að vera til fólk í öllum flokkum sem er heiðarlegt og ekki inviklað í spillingu stjórnkerfisins .Því miður virðist jafnaðarmannaflokkur Íslands ekki standa undir nafni lengur enda held ég að eingin flokkur sé jafn spilltur og hann ,ekki einu sinni sjálfstæðisflokkur eða framsókn ,og það kann ekki góðri lukku að stíra að hafa svoleiðis flokk við völd núna ,það mun bara leiða okkur til glötunar.
Núna ríður á að fá fólk til að mæta á Austurvöll alla laugardaga þangað til að farið verði að leiðrétta öll lán til almennings tildæmis eru til lög sem banna lánastofnunum að lána fólki lán tryggð me(ð erlendum gjaldmiðli (,fólk getur farið inná althingi.is og séð þessi lög ,þau eru nr 38 /2001 kafli 13 og 14) eins er hægt að breyta verðtryggðum lánum í samræmi við veruleikann og halda sig við gerða samninga og hafa þau bara eins og lög seigja til um það er 80 og 90 % af söluverði fasteigna og og í sambandi við bílalán ,ef lánið er orðið hærra en virði bílsins þá í guðanabænum skilið þið bílnum núna strax og fáið ykkur annan ódýrari nóg er til af þeim núna.
Ekki láta hræða ykkur með að þið verðið að borga þið skrifuðu ekki undir samning um eignaupptöku þið ábyrgist ekki neitt í sambandi við þessi lán enda löngu búið að afskrifa stórann hluta af þessum erlendu lánum.
Ef við sýnum samtakamátt þá vinum við þetta stríð ,ef ekki þá er það okkur að kenna og engum öðrum .
Látum ekki leiða okkur út í drullufen eins og fé til slátrunar ,landið fer í auðn ef ekkert er fólkið ,fólkið í landinu er sá auður sem bjargað getur þessu hægt sökkvandi góða landi
Svo er hér ein góð í lokin um stjórnvöld og ólög:
Með þeim aldna lagaher, fólkið stjórnvöld smána, hæstaréttarrakkarner , rífa stjórnarskrána.
mbk H P Jónsson (DON PETRO)
Um bloggið
Höskuldur Pétur Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.