13.2.2010 | 20:06
Tímabær dómur
Loksins er fallinn dómur í málefnum þeirra sem tóku lán með gengistryggingu og er hann skuldurum í vil.
Vonandi tekur hæstiréttur á malinu samkvæmt þessum dómi ,annað væri óeðlilegt fynnst mér .
Ég hvet alla sem hafa svona lán að hætta að borga af þeim nú þegar og bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar ,vegna þess að þið eruð nú þegar búin að borga of mikið .
Sendið síðan áskorun til lánastofnunar um leiðréttingu á öllum lánum sem eru tryggð með erlendum gjaldeyri því þau séu ólögleg og bendið þeim á að fara með málið fyrir dómstóla ,gerið þetta sjálf ,ekki láta lögfræðinga koma nálægt því þeir bara flækja málið það er mín reynsla enda alltof margir lögfræðingar á mála hjá fjármagnseigendum því miður .
Og ef þið viljið standa í skilum þá borgið bara samkvæmt upphaflega samningnum og helst að deponera upphæðina ,en gleymið ekki að tilkynna bankanum það .
Ekki semja um neitt fyrr en dómur er endanlega fallinn því það er alveg víst að núna fara bankarnir á fullt að reina að breitt gengistyggðum lánum yfir í verðtryggð lán .
Næst er að taka á verðtryggðum lánum sem að mínu viti eru líka ólögleg og hef ég oft bent á það á þessum síðum undanfarið ,en því miður ekki fengið hljómgrunn ,enda mjög flókið mál fyrir venjulegt fólk.
Ég lét á sinum tíma reikna út fyrir mig bara muninn á því að borga 12 sinnum á ári eða 1 sinni á ári og er útkoman skelfileg gagnvart skuldaranum ,verðbæturnar tvöfaldast nánast á lánstímanum ef greitt er 12 sinnum í staðin fyrir 1 sinni á og munar um minna þegar lán eru verðtryggð ,og hvað réttlætir það að fjármagnseigendur geti tryggt sig tvöfalt þegar þeir lána með verðtryggingu .
Það sem ég er að tala um er að reiknaðar eru verðbætur ofan á verðbætur innan árs og er ekkert annað en vaxtavextir sem bannað er að reikna nema 1 sinni á ari .
Þetta þíðir á lánstímanum helmingi hærri verðbætur en ef reiknað væri einu sinni á ari eins og gert er með vexti .
Dæmi : Þú tekur eina miljón að láni með venjulegum vöxtum þú borgar 12 sinnum á ari vextir eru 12% þá borgar þú 1% á mánuði ,ef lánið er verðtryggt þá reiknast verðbætur sem eru einhvera hluta vegna alltaf hæstar í janúar,segjum að verðbólgan sé12% sem þíðir að hún er kannski 4% í janúar sem þíðir að lánið hækkar um 4% í janúar þú bætir verðbótunum ofan á lánið og deilir með 12 og borgar +vexti 1% og verðbætur bætast ofan á höfuðstól lánsins síðan kemur næsti mánuður og þá er verðbólga kannski 3% og svo kollaf kolli ,nóg um það að sinni enda nógu flókið til að fólk geti skilið það í fljótu bragði.
Kannski ég birti exel útreikninga á svona láni aftur því nú er lag.
Mbk Don Petro
Gengislánin dæmd óheimil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Höskuldur Pétur Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.